Leti og ómennska Nú bara VERÐUM við að fara að búa til matseðil fyrir heimilishaldið. Alveg óþolandi að á hverju kvöldi skuli sama vandamálið dúkka upp: "Æi, hvað eigum við að borða í kvöldmat". Og svo er velt fyrir sér hinu og þessu en enginn nennir að elda því fyrst þarf að fara út í búð...og á endanum erum við orðin svo svöng að við nennum varla að borða lengur! Ókei, ókei, það er kannski lygi, matarlystin hefur nú aldrei verið vandamál hjá hvorugu okkar ;)
Ég hef nokkrum sinnum prófað að setjast niður og búa til matseðil fyrir vikuna, farið svo í búðina og keypt flest sem vantar. Annað sem þarf að kaupa ferskt kippir maður með á leið heim úr vinnu og voilá! Allir glaðir. Við nennum að elda, því við vitum hvað á að vera í matinn!
En...svo er maður svo mikill letingi að maður nennir ekki að gera næsta matseðil og allt fellur í sama horfið. En nú hef ég sett mér það markmið að gera matseðil fyrir næstu viku!! Og í kvöld ætla ég líka að ákveða hvað við ætlum að borða í kvöldmat annað kvöld! Jahá!
Já, þá vitum við það! Allt sem þið eigið gamalt og ónýtt og nýtist ykkur ekki, sendið það frekar út á land en að henda því. Því landsbyggðin gerir ekki jafn miklar kröfur og við hérna í Reykjavík.
**Uppfært að kvöldi** Það er greinilegt að eitthvað hefur verið kvartað undan fréttinni, allavega er búið að breyta orðalaginu! Hehe, enda var þetta frekar kjánalega orðað! ...en þetta er SAMT fyndið **Uppfærslu lýkur**
Léttleiki, heiðríkja og bjartsýni.
Hressir, vingjarnlegir, málgefnir, forvitnir,
vakandi, gott minni
koma oft vel fyrir sig orði,
eirðarlausir, félagslyndir, fjölhæfir.
Hafa þörf fyrir fjölbreytni,
tvískiptir, óstundvísir, glaðlyndir, raunsæir,
stríðnir, fróðleiksfúsir, jákvæðir, gamansamir,
eiga til að lofa upp í ermina á sér,
hæfileiki til að gera margt á sama tíma.